"Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga"

Á síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrar var lagt fram til kynningar erindi frá landsfulltrúa Ungmennafélags Íslands þar sem fram kemur að félagið hafi ákveðið að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta enn meira vægi í starfsemi félagsins.  

Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta og er verkefnið ganga.is kynnt. Sveitarfélagið er hvatt til að taka þátt í verkefninu "Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga" sem hefst í lok maí og stendur í 103 daga.

Nýjast