Hætta á gráum svæðum í heimahjúkrun

Halldór Guðmundsson
Halldór Guðmundsson

Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þjónustu við aldraða í heimahúsum með breyttu rekstrarfyrirkomulagi og áhrifum af breytingaferlinu við tilkomu nýrrar stofnana. Hann bendir á að undanfarin ár hafi heilsugæslan á Akureyri verið rekin af sveitarfélaginu og hafi það aukið samhæfinguna í þjónustunni við eldra fólk.

Heilsugæslan var hins vegar færð til baka til ríkisins í haust og er nú hluti af Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra.

„Ég hef áhyggjur af því að svo gæti farið og að myndast gæti grátt svæði milli ríkis og sveitarfélaga hvað varðar heimahjúkrun," segir Halldór. Nánar er rætt við Halldór um stöðu eldra fólks á Akureyri og nágrenni í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast