Bæjarráð Akureyrar hefur fallið frá tímabundinni lokun Glerárlaugar í sumar. Fyrirhugað var að loka lauginni í sex vikur í sumar frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst og féll það illa í kramið hjá fastagestum Glerárlaugar.
Allar sundlaugar landsins hafa verið lokaðar frá seinni hluta mars vegna samkomubanns en stefnt er á að opna laugarnar á ný þann 18. maí.