Um áramótin létu þrír starfsmenn Verkmenntaskólans á Akureyri af störfum eftir langt starf hjá skólanum. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari lét af störfum eftir sextán ár í stóli skólameistara, Þorbjörg Jónasdóttir skólafulltrúi hætti að loknu tuttugu og átta og hálfs árs starfi hjá VMA og Hjördís Stefánsdóttir, kennari í grunnnámi matvæla- og ferðagreina, lét af störfum eftir tuttugu og fjögurra ára starf í VMA. Þeim var öllum þökkuð mikil og góð störf fyrir skólann í hófi sem efnt var til fyrir jól og leyst út með gjöfum. Þetta kemur fram á heimasíðu VMA.