Í dag fimmtudaginn 21. júní voru styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna afhentir við hátíðlega athöfn í sal Norðurorku að Rangárvöllum á Akureyri. Hæsta styrkinn í ár fékk Kvennadeild KA/Þórs í handbolta til kaupa á treyjum fyrir yngri flokka.
Alls sóttu 153 félög, stofnanir og einstaklingar um þegar auglýst var eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrr í vetur. Verkefnin eru mjög margbreytileg, af öllum stærðum og gerðum ef svo má segja. Vinnuhópnum sem gerði tillögu að úthlutun styrkja var því vandi á höndum en þótt verkefnið væri erfitt var það um leið skemmtilegt. Auk þess að byggja á þeirri stefnumörkun sem mótuð var í stefnumótunarvinnu stjórnar og framkvæmdaráðs s.l. haust mótaði nefndin sér viðmið sem lögð voru til grundvallar og er þeim nánar lýst hér.
Eftirtaldir aðilar hljóta styrk að þessu sinni:
| Nafn styrkþega | verkefnið | fjárhæð |
| Aflið - Samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Nl. | rekstrarstyrkur | 100.000 |
| Leikfélagið Adrenalín | leiklist eflir lífsleikni | 150.000 |
| Æskulýðssamtök Laufásprestakalls | æskulýðsstarf | 100.000 |
| Hjólabrettafélag Akureyrar | bætt aðstaða | 100.000 |
| Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir | afreksstyrkur landsliðið á skautum | 75.000 |
| Norræna félagið Ólafsfirði | norrænar sumarbúðir | 200.000 |
| Kvennahandbolti KA og Þór 8. til 4. flokkur | keppnistreyjur kvfl. KA/Þór | 400.000 |
| Safnasafnið | úrbætur á aðgengi að safninu | 200.000 |
| Textílbomban - 19 textíllistamenn | samsýning Listasumar | 300.000 |
| Öldrunarheimilin á Akureyri | garður og hænsnahús | 200.000 |
| Karatefélag Akureyrar | félagsstarfið | 100.000 |
| Multicultural Council | fjölmenning viðburðir o.fl. | 100.000 |
| Fimleikafélag Akureyrar | æfingabúðir - koma erl. þjálfara | 150.000 |
| Gamli barnaskólinn Skógum Fnjóskadal | uppbygging safns | 100.000 |
| Sundfélagið Óðinn | startbúnaður | 100.000 |
| Skíðafélag Akureyrar | bætt aðstaða við gönguhús | 100.000 |
| Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi | lyftukaup - sundlaugin að Hrafnagili | 100.000 |
| Birna Guðrún Baldursdóttir | tilr. verkefni klúbbur einhverfa unglinga | 75.000 |
| Ungmennafélagið Smárinn - Hörgársveit | fótboltamörk við Þelamerkurskóla | 250.000 |
| Leikklúbburinn Krafla - Hrísey | leiklistarnámskeið fyrir börn | 100.000 |
| Sumarbúðir KFUM og KFUK Hólavatni | viðbygging við félagsmiðstöð | 250.000 |
| Skátafélagið Klakkur | námskeið fyrir foringja | 100.000 |
| Klakarnir - útivistarklúbbur fatlaðra barna | námskeið fyrir þjálfara | 150.000 |
| Alberto Porro Carmona | tónlistarkennsla - barnabók | 100.000 |
| Hafdís Sigurðardóttir | afreksstyrkur - frjálsar íþróttir | 75.000 |
| Akureyrarkirkja | sumaropnun | 200.000 |
| Foreldrafélag strengjadeildar Tónlistarskólans | félagsstarf - strengjamót í Hörpu | 150.000 |