Hærri en bæði Súlur og Kerling!

Ef öllum þeim safngögnum, bókum og snældum, sem Amtsbókasafnið lánaði út á síðasta ári væri staflað hverju ofan á annað, þá yrði staflinn 2.726 metra hár, eða hærri en fjöllin Súlur og Kerling samanlagt.

Þungi þessara gagna væri 53 tonn og ef þeir gestir sem fengu gögnin lánuð röðuðu sér í einfalda röð yrði hún 64,6 km löng og næði frá Akureyri að Laugum í Reykjadal.

Alls varð um 12% aukning í útlánum hjá safninu í fyrra sem Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður segir ánægjulega þróun. Hann bendir á að þessi aukning sé sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að safngestum sem heimsótti safnið hafi örlítið fækkað, þannig að hver gestur er að fá fleiri bækur lánaðar. Í fyrra lætur nærri að hver Akureyringur hafi fengið lánaða eina bók á mánuði, en útlán safngagna var um 11.6 eintök á hvern Akureyring.

Nýjast