Hægt að sækja um fermingarstyrk

Mörg börn fermast á næstu vikum/mynd Vikudagur.is
Mörg börn fermast á næstu vikum/mynd Vikudagur.is

Tekjulágir foreldrar geta sótt um fermingarstyrk hjá Akureyrarbæ upp á 45 þúsund krónur en bærinn hefur þegar samþykkt tvo styrki fyrir fermingar í vor. Miðað er við tekjur fyrir skatt; 150.353 kr. fyrir einhleypa foreldra og 240.565 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk. Einnig er tekið tillit til félagslegrar stöðu og fjölda barna.

Ester Lára Magnúsdóttir er félagsráðgjafi hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar.  „Flestir reyna að sníða sér stakk eftir vexti. Margir hafa lagt fyrir í töluverðan tíma og fólk reynir að kaupa föt á útsölum og mat á tilboðum. Það er hægt að lágmarka kostnaðinn á nokkra vegu.“

throstur@vikudagur.is

Nýjast