Í dag verður hæg breytileg átt á Norðurlandi eystra og él við ströndina. Léttir til síðdegis og í kvöld, suðaustan 3-8 á morgun. Frost 2 til 12 stig, kaldast til landsins.
Á miðvikudag:
Gengur í austan 13-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Él á S- og A-landi og snjókoma með kvöldinu, en annars úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig syðst, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss norðaustlæg átt og snjókoma eða slydda S- og A-lands, en annars él. Léttir til á V-landi seinni partinn. Hiti 1 til 5 stig við S-ströndina, en frost annars 0 til 5 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæg átt með dálítilli snjókomu eða éljum N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 8 stig