HA ekki sameinaður HÍ

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki yrði farið að tillögum erlendrar sérfræðiganefndar um sameiningu háskóla, en nefndin lagði til að skólarnir yrðu sameinaðir í tvo skóla, einn ríkisháskóla og annan einkaskóla.

Þetta fól í sér að Háskólinn á Akureyri yrði sameinaður Háskóla Íslands. Ráðherra sagði að í stað sameiningar myndi áhesla lög á samvinnu milli skóla. Katrín var með þessu að svara fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni þingmanni Framsóknarflokk um það hvort Háskólinn á Akureyri yrði áfram sjálfstæð stofnun eða hluti af Háskóla Íslands.

Nýjast