Gullgrafaraæði í gistiplássum á Oddeyrinni
Íbúar á Oddeyrinni á Akureyri eru uggandi yfir gistiheimilavæðingu innan hverfisins en færst hefur í aukana að íbúðahúsum, sem skipulögð eru sem einbýli, sé hlutað niður í smáar leiguíbúðir eða herbergi til lausaleigu. Hafa íbúar áhyggjur af því ef íbúðahúsum fari fækkandi munu fjölskyldum í hverfinu sömuleiðis fækka. Perla Fanndal, formaður hverfisnefndar Oddeyrinnar, segir að um hvimleitt vandamál sé að ræða og hálfgert gullgrafaraæði sé í gangi. Rætt er við Perlu í prentútgáfu Vikudags.
-þev