Guðný Sverrisdóttir hættir í vor

Guðný Sverrisdóttir.
Guðný Sverrisdóttir.

Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, Guðný Sverrisdóttir hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér sem sveitarstjóri eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Hennar starfstíma mun því ljúka 15. júní nk.  Guðný hefur starfað sem sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár. Oddviti og varaoddviti hafa einnig tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili. Því er ljóst að töluverð umskipti verða í sveitarstjórnarmálum Grýtubakkahrepps á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

Nýjast