Guðni Bragason sér um Mærudaga 2016

Mærukóngurinn 2016 er Guðni Bragason. Mynd: Heiddi Gutta
Mærukóngurinn 2016 er Guðni Bragason. Mynd: Heiddi Gutta

Guðni Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mærudaga 2016. Þetta kom fram á 57. fundi sveitarstjórnar Norðurþings sem haldin var í síðustu viku.

Það var hugur í Guðna þegar dagskrain.is sló á þráðinn til hans, „þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði hann og bætti við að hann væri reyndar nýtekinn við og væri rétt farinn að leggja línurnar. „Ég stefni á að hafa Mærudaga eins og þeir voru, reyna teygja þetta og hafa dagskrá á fimmtudag og föstudag líka,“ sagði Guðni. En á síðasta ári var Mærudögum einmitt breytt í Mærudag þ.e. aðeins skipulögð dagskrá á laugardeginum.

Það er því óhætt að ætla að aðdáendur Mærudaga kætist við þessar fréttir. Hátíðin í ár fer fram helgina 22. – 23. júli auk smá viðburða fimmtudaginn 21. júli. /epe

Nýjast