Guðmundur Óli Steingrímsson, leikmaður 1. deildar liðs KA í knattspyrnu, hefur gert nýjan tveggja ára samning við félagið og mun því leika áfram með KA á næstu leiktíð í það minnsta.
Hjalti Már Hauksson hefur hins vegar ákveðið að segja skilið við félagið og mun samkvæmt heimasíðu KA, ganga til liðs við Víking í Reykjavík, sem leikur einnig í 1. deild.