Guðmundur Hólmar sleppur við bann

Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, verður ekki dæmdur í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í gær undir lok leiks Akureyrar og FH í fyrsta leik í úrslitum N1-deildar karla í handbolta.

Í tilkynningu frá HSÍ segir að skrifstofu HSÍ hafi ekki borist skýrsla um vegna meint brots Guðmundar frá dómurum leiksins og því verður málið ekki tekið upp í aganefnd HSÍ. Guðmundur verður því klár í slaginn er liðin mætast í Kaplakrika á föstudaginn í öðrum leik liðanna.

Eru þetta verulega jákvæðar fréttir fyrir Akureyrarliðið sem máttu illa við því að missa einu skyttuna úr liðinu. Hins vegar eru FH-ingar eflaust ósáttir við þessa niðurstöðu og má segja að Guðmundur sleppi með skrekkinn að þessu sinni og fái að njóta vafans.

Nýjast