Grunur um íkveikju

„Það eru einhverjar skemmdir á hurðinni en annars held ég að þetta hafi sloppið ágætlega,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vikudag. Kveikt var í gúmmímottum við kjalladyr í KA-heimilinu í gærkvöld og fór þykkur svartur reykur um allan kjallara hússins. Margt fólk var á staðnum sem yfirgaf húsið fljótlega eftir að kviknaði í. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um rúmlega átta í gærkvöld en maður staddur í KA-heimilinu tókst að slökkvað eldinn.

Lögreglan rannsakar eldsupptök, en grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. „Hins vegar er ekki útilokað að eldurinn hafi kviknað í útfrá sígarettu af slysni,“ segir lögreglan.

throstur@vikudagur.is

Nýjast