Grunnskólakennarar vilja sveigjanleika í starfi

Brekkuskóli á Akureyri.
Brekkuskóli á Akureyri.

Trúnaðarmenn í Félagi grunnskólakennara sendu erindi til bæjaryfirvalda á Akureyri þar sem óskað var eftir sveigjanlegum vinnutíma og að kennurum yrðu treyst fyrir sínum vinnutíma. Þegar kórónuveiran geisaði sem hæst hér á landi þurfti kennarar að sinna starfinu með sveigjanlegum hætti og vilja halda því áfram.

Þetta kemur fram í grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir, trúnaðarmaður og grunnskólakennari á Akureyri, skrifaði í blaðinu. Tekið er fram í greininni að ekki sé verið að biðja um breytingar á vinnutímaákvæðinu og kennarar vilji eftir sem áður vinna tæpar 43 klst. á viku.

Helga Dögg gagnrýnir jafnframt svar bæjaryfirvalda við erindinu og segir það „kaldar kveðjur“ til grunnskólakennara en ákvörðun um bindingu vinnutíma kennara er í höndum hvers bæjarfélags fyrir sig.


Athugasemdir

Nýjast