Grunnskólakennarar áhyggjufullir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Kennarar við grunnskóla á Akureyri verða áþreifanlega varir við það slæma ástand sem ríkir í barna- og geðlækningum á Norðurlandi. Eins og Vikudagur hefur greint frá eru foreldrar barna á Akureyri með ADHD og skylda sjúkdóma áhyggjufullir, þar sem enginn starfandi barna- og geðlæknir er á svæðinu. Erfitt hefur reynst fyrir foreldra að fá endurnýjun lyfja. Dæmi eru um að foreldrar óttist að senda börnin sín í skólann án þess að þau fái viðeigandi lyf.

„Málið er grafalvarlegt,“ segir Hanna Dóra Markúsdóttir kennari við Brekkuskóla. „Við finnum fyrir óöryggi foreldra sem þegið hafa aðstoð á þessu sviði fyrir börnin sín. Það er því brýn nauðsyn að þetta mál leysist sem fyrst. Ef andlega hliðin er í ójafnvægi ná börn og unglingar ekki að sinna náminu sem skyldi. Til lengri tíma litið getur þetta haft áhrif á námsgrunn barna sem síðar flosna upp úr námi.“

throstur@vikudagur.is

Nýjast