Grunaður um kynferðisbrot gegn átta ára drengjum
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra í eina viku. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er maðurinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur átta ára drengjum. Maðurinn var handtekinn á miðvikudag. Brotið átti sér stað á Akureyri og eru ákærði og drengirnir búsettir í bænum. Að sögn lögreglu er málið á viðkvæmu stigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.