Grindhvalavaða á Pollinum á Akureyri

Um 20 grindhvalir í allt voru á Pollinum við Akureyri í morgun. Mynd Þorgeir Baldursson
Um 20 grindhvalir í allt voru á Pollinum við Akureyri í morgun. Mynd Þorgeir Baldursson

Allstór grindhvalavaða synti um á Pollinum við Akureyri skömmu fyrir hádegi í dag.

 Arnar Sigurðsson skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Hólmasól telur að dýrin hafi verið um 20 talsins. Tveir hvalaskoðunarbátar, Hólmasól og Konsúll voru á siglingu um Pollinn þegar hvalavörðuna bar að og vakti hún mikla athygli. Óhætt er að segja að  farþegar voru himinlifandi.

Þorgeir Baldursson ljósmyndari tók þessa mynd af grindhvölunum í morgun, en fleiri myndir má sjá á heimasíðu hans á slóðinni  http://www.thorgeirbald.123.is/


Athugasemdir

Nýjast