Grindavík vann eins marks sigur á Þór

Grindavík lagði Þór að velli, 3:2, er liðin mættust í Akraneshöllinni í dag í A- deild Lengjubikarskeppni karla í knattspyrnu. Þorsteinn Ingason og Kristján Steinn Magnússon skoruðu mörk Þórs í leiknum en fyrir Grindavík skoruðu þeir Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason og Gilles Mbang Ondo.

Eftir þrjár umferðir er Þór í fimmta sæti í riðli 1 í A- deild með þrjú stig, en Grindavík hefur sex stig í þriðja sæti riðilsins.

Nýjast