Jóhannes Henningsson formaður hverfisnefndarinnar í Grímsey segir íbúa á eynni vera orðna langþreytta á lélegu netsambandi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hverfisnefndarinnar þar sem fram kom að brýnt sé að netsambandið lagist. „Þetta er búið að vera mjög lélegt í langan tíma. Fólk hefur verið duglegt við að hringja og kvarta yfir þessu en það hefur litla skilað. Þetta hefur farið mjög versnandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vikudag en lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.
-Vikudagur, 10. mars