19. júní, 2007 - 13:05
Fréttir
Sannkölluð hátíðarstemmning ríkti á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri nú í hádeginu og bleiki liturinn var allsráðandi í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní. Heimilisfólk og starfsfólk naut veðurblíðunnar, borðaði utan dyra og sporðrenndi grilluðum hamborgurum og meðlæti með góðri lyst, við harmonikuundirleik.