Gríðarleg vonbrigði

Ríkissjóður setti 400 milljónir króna í samninga um sóknaráætlanir í átta landshlutum á þessu ári, þar af runnu um 50 milljónir króna ýmissa verkefna á Norðurlandi eystra. Eyþing, – Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum – er aðili að samningnum. Markmið er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna við forgangsröðun og skiptingu opinbers fjár, sem rennur til verkefna á sviði byggðaog samfélagsþróunar. Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórnarformaður Eyþings segir að í fjárlögum ríkisins fyrir næsta ár sé aðeins gert ráð fyrir 15 milljónum króna til sóknaráætlunarinnar.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og kemur sveitarstjórnarfólki nokkuð undarlega fyrir sjónir, vegna þess að þetta nýja verklag hefur verið rómað af öllum sem til þess þekkja. Þetta er í raun og veru ný nálgun í byggðamálum, því þarna er verið að færa völd og fjármuni heim í hérað,“ segir Geir Kristinn.

 

 

Nýjast