Greiðsluseðlar tónlistarnema falla niður í janúar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að fella niður innheimtu skólagjalda við Tónlistarskólann á Akureyri sem koma til greiðslu í janúar 2015 hjá þeim nemendum sem urðu fyrir skerðingu á kennslu vegna verkfalls tónlistarskólakennara.


Verkfallið stóð yfir á annan mánuð en flestir af 36 kennurum Tónlistarskólans á Akureyri eru í Félagi tónlistarkennara sem voru í verkfalli. Lítil kennsla var í skólanum á meðan verkfallinu stóð en alls eru 390 börn í tónlistarskólanum.

 

-þev

Nýjast