„Gott að geta einbeitt sér að tónlistinni“

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ listamannalaun og því afar ánægjulegt. Það voru margir sem sóttu um þannig að ég var mjög sátt þegar ég sá tölvupóstinn,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, annar af tveimur organistum Akureyrarkirkju, í samtali við Vikudag. Sigrún fékk í vikunni úthlutað listamannalaunum til sex mánaða. Starfslaununum er ætlað að skapa listamönnum möguleika á að helga sig listsköpun
sinni og mun Sigrún taka sér leyfi frá störfum til að sinna listinni. Hún fyrirhugar að æfa upp tvær tónleikaefnisskrár fyrir orgel og flytja á tónleikum bæði á Íslandi og í Danmörku.

Lengra viðtal við Sigrúnu má nálgast í prentúgáfu Vikudags.

Nýjast