Göngugötunni lokað fyrir bílaumferð um helgar

Mynd/Auðunn Níelsson
Mynd/Auðunn Níelsson
Akureyrarbær hefur ákveðið að loka göngugötunni í miðbænum fyrir bílaumferð frá kl. 11–16 á föstudögum og laugardögum til loka ágúst. Í framhaldinu verða unnar verklagsreglur um lokun götunnar í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu. Athygli er vakin á því að fötluðum vegfarendum er heimilt að aka um Brekkugötu og Ráðhústorg að bílastæði fatlaðra við skrifstofu sýslumanns í norðanverðu Hafnarstræti.
 
Einnig hefur verið samþykkt ósk frá Listasafninu á Akureyri um að Grófargili (Listagili) verði lokað fyrir bílaumferð frá kl. 14–17 á laugardögum þegar sýningar eru opnaðar á vegum safnsins. Þeir dagar sem um ræðir eru 25. júlí og 1., 15., 22. og 29. ágúst.

Nýjast