Lokanir fyrir bílaumferð í Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar eða Göngugötunni tóku gildi í byrjun mánaðarins. Í júní og ágúst verður lokað fyrir alla ökutækjaumferð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11-17. Í júlí verður hins vegar lokað alla daga frá kl. 11-17. Vörumóttaka er ætluð utan þess tíma. Bent er á að aðkoma fatlaðra að Göngugötunni er norðanmegin eða frá Brekkugötu.