Göngu-og hjólastígur milli Lónsbakka og Þelamerkur

Þelamerkurskóli í Hörgársveit.
Þelamerkurskóli í Hörgársveit.

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. Júní, í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar, að sveitarfélagið hefji nú þegar undirbúning að því að gerður verði göngu- og hjólastígur frá Lónsbakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norðurorku.

Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, segir að um 10 km langan stíg sé að ræða. Hann segir óvíst hvenær farið verði í framkvæmdir.

„Samþykktin hljóðar uppá að hefja undirbúning og það þýðir því að hefja hönnun, gera kostnaðaráætlun og fara í viðræður við samvinnuaðila eins og Vegagerðina og Norðurorku þar sem möguleiki er á að samnýta framkvæmd við lagningu Hjalteyrarlagnar í Kræklingahlíðinni. En áhugi er fyrir hendi um að það geti orðið sem fyrst að farið verði í framkvæmdir,“ segir Snorri.

 


Athugasemdir

Nýjast