Göngin mögulega hálfnuð um áramótin

Frá vinnu Fnjóskadalsmegin við gerð Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Bergmann
Frá vinnu Fnjóskadalsmegin við gerð Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Bergmann

Vel hefur gengið að bora Fnjóskadalsmegin við gerð Vaðlaheiðarganga að sögn Valgeirs Bergmanns Magnússonar framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. Göngin eru nú orðin tæplega 550 m löng austanmegin en alls 3.218 m eða 44,7% af heildarverkinu. Verði bergið áfram gott segir Valgeir að hugsanlega verði göngin hálfnuð um áramótin. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast