Göngin lengst um 160 m á tveimur vikum

Frá vinnslu í Vaðlaheiðargöngum. Mynd/Valgeir Bergmann.
Frá vinnslu í Vaðlaheiðargöngum. Mynd/Valgeir Bergmann.

Vel hefur gengið að bora Fnjóskadalsmegin við gerð Vaðlaheiðarganga undanfarna daga. Í síðustu viku voru boraðir alls 81,5 metrar og var vikan sú besta í Fnjóskadal hingað til. Í vikunni á undan voru boraðir 80,5 metrar og hafa göngin því lengst um rúma 160 metra á tveimur vikum. Nánar er fjallað um gang mála í Vaðlaheiðargöngum í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast