Gömul bílnúmer

"Eftir að síðasti þáttur hafði birst hér í Vikudegi hafði samband við mig Gunnar Sólnes og sagði að ég hefði gleymt að minnast á A 41 en það númer var í eigu föður hans og síðar fjölskyldu.  Þetta reyndist rétt því A 41 vantaði í númeraröðina hjá mér.  Um áramótin 1944-45 var A 41 Chevrolet 1928 vörubíll og eigandi hans var Hallgrímur Kristinsson.  Við sjáum það á þessum númerum að einstaka númer fylgir fjölskyldunum lengi en greinilegt er þó að á þessum tíma fyrir tæpum 70 árum var ekki eins mikill áhugi fyrir lágu númerunum eins og varð síðar.  Í síðasta þætti fórum við upp að A 60 og nú skulum við halda áfram," skrifar Ólafur Ásgeirsson.

Grein Ólafs

Nýjast