Völlurinn lítur mjög vel út og í talsvert betra standi en á sama tíma í fyrra, segir Steindór Ragnarsson vallastjóri á golfvellinum að Jaðri á Akureyri.Við stefnum á að opna um miðjan maí, ef hitinn fer að hækka er það vel mögulegt en þó er ekki hægt að slá neinu föstu. Steindór segir flestar flatir vallarins komi vel undan vetri.
Fjórar flatir eru mjög illa farnar en aðrar líta vel út. Í fyrra voru allar flatirnar meira og minna ónýtar á sama tíma og því er allt annað og betra ástand á vellinum í dag. Ari Hilmarsson, vallarstjóri á golfvellinum við Þverá í Eyjafjarðarsveit, segist reikna með að opna völlinn á allra næstu dögum.