Golfmótaröð barna- og unglinga

Í sumar hafa fimm golfklúbbar á Norðurlandi staðið fyrir golfmótaröð fyrir börn og unglinga. Þetta eru Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbburinn Hamar á Dalvík, Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Golfklúbbur Sauðárkróks. Alls voru fjögur mót haldin í sumar og fóru þau fram á Dalvík, Sauðárkróki, Ólafsfirði og Akureyri. Mót þessi voru stigamót og var keppt í þremur aldursflokkum og töldu þrjú bestu mót keppenda til stigameistara. Einnig var keppt í byrjendaflokki en ekki var um stigamót að ræða í þeim flokki.

Þátttaka í þessum mótum var mjög góð. Á fyrsta mótinu voru 77 keppendur og 120 á því síðasta. Síðasta mótið í mótaröðinni var haldið á Akureyri sunnudaginn 30. ágúst sl. Í lok þess voru veitt verðlaun í heildarstigakeppni mótaraðarinnar og voru úrslitin sem hér segir:

14-16 ára stúlkur

1. Brynja Sigurðardóttir GÓ

14- 16 ára drengir

1. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD

12-13 ára stúlkur

1. Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD

12-13 ára drengir

 1. Tumi Hrafn Kúld GA

11 ára og yngri stúlkur

 1. Matthildur Kemp Guðnadóttir GSS

11 ára og yngri drengir

1. Elvar Ingi  Hjartarson GSS

Nýjast