Golfklúbburinn og Skotfélagið fái aðstöðu í kjallara Hallarinnar

Á fundi íþróttaráðs í gær voru lagðar fram tillögur um nýtingu á kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri, þar sem Vaxtarræktin var áður til húsa. Íþróttaráð samþykkti að Golfklúbbi Akureyrar og Skotfélagi Akureyrar verði gert kleift að færa inniaðstöðu sína þangað og leggur til við bæjarráð að leigu vegna þessa verði bætt við fjárhagsramma íþróttadeildar.

Nýjast