Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2014 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði 37,2 m.kr. sem er um 4,5 % af tekjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu en ársreikningur var lagður fram á fundi sveitarstjórnar þann 6. maí. Afgangur af rekstri sveitarfélagsins var 34,7 m.kr. eða 4,2% af tekjum. Rekstrarniðurstaða ársins var í samræmi við áætlun ársins sem gerði ráð fyrir 33,4 m.kr. rekstrarafgangi.
Kennitölur úr rekstri sveitarfélagsins bera vott um sterka stöðu. Veltufé frá rekstri er 65 m.kr. sem eru 7,85% af rekstrartekjum. Eigið fé nemur 674 m.kr. og er eiginfjárhlutfall 69,7%. Skuldaviðmið er 35,5 % en í lögum er kveðið á um að hámarksviðmiðið sé 150%.
Fræðslumál eru stærsti málaflokkurinn en til hans runnu 441,9 m.kr. á árinu 2014 eða 63,6% af skatttekjum. Íþrótta- og tómstundamál er næst stærsti málaflokkurinn en til þeirra mála var varið um 81,2 m.kr. eða 11,6% af skatttekjum. Um 14,4 m.kr. var varið í fjárfestingar á árinu 2014.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2013 en eldri lán voru greidd niður um 27,9 m.kr. Handbært fé í árslok var 69,4 m.kr, segir í tilkynningu.
Íbúar Eyjafjarðarsveitar voru 1.035 í lok ársins 2014 og hafði þá fjölgað um rúmlega 1% frá fyrra ári