Góður árangur UFA á Unglingalandsmóti UMFÍ

Um helgina var haldið Unglingalandsmót UMFÍ í 10. sinn og heppnaðist það frábærlega. Í raun var þarna um að ræða aðra stærstu útihátíð landsins, því að þarna mættu hvorki meira né minna en 6000 manns, þ.e. keppendur og fjölskyldur þeirra.

Akureyringar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa þarna í frjálsum íþróttum, sem og væntanlega flestum öðrum íþróttum sem keppt er í á svona landsmóti.

Keppendum frá UFA gekk mjög vel á mótinu og nældu í nokkur gull. Hér að neðan er árangur þeirra birtur þó svo að vissulega hafi aðalatriðið þessa helgi verið að taka þátt í heilbrigðri skemmtun með fjölskyldu og vinum.

Fengið af heimasíðu UFA:

Föstudagur:

Ásgerður Jana varð 3. í spjóti í flokki 11 ára stelpna.
Bjarki Kjartansson státar af 1. sæti í langstökki 12 ára stráka.
Hjalti Björnsson varð 2. í spjótkasti 13 ára stráka.
Heiðrún Dís náði 3. sæti í spjótkasti 14 ára stelpna.
Snorri Björn varð einnig 3. í kúluvarpi í flokki 14 ára stráka.
Þorsteinn Helgi hampaði 1. sætinu í kúluvarpi í flokki 17-18 ára stráka.

Laugardagur:

Bjarki Kjartansson vann 1. sætið í hástökki 12 ára stráka.
Snorri Björn varð 1. í 800 m hlaupi 14 ára stráka.
Þorsteinn Helgi vann 1. sætið bæði í hástökki og spjótkasti í flokki 17-18 ára stráka.

Sunnudagur:

Ásgerður Jana varð 1. í hástökki og 3. í langstökki í flokki 11 ára stelpna.
Bjarki Kjartansson náði 3. sæti í 60 m hlaupi 12 ára stráka.
Elise Marie varð 2. í hástökki 13 ára stelpna.
Agnes Eva varð 3. í langstökki 14 ára stelpna.
Snorri Björn vann 1. sætið í 100 m hlaupi og 3. sætið spjótkasti 14 ára stráka.
Kristján Ingi varð 2. í langstökki 17-18 ára stráka.

Boðhlaupsveit 14 ára strákanna okkar náði silfrinu í 4x100 m, en í henni voru Snorri, Sindri, Örn Dúi og Hjalti.
Boðhlaupssveit sem Elvar Örn og Kristján voru hluti af, vann flokk 17-18 ára stráka.

Nýjast