Góður árangur hjá UFA Eyrarskokkurum

Norðlenskir hlauparar gerðu það gott í Laugavegshlaupinu sem haldið var síðastliðinn laugardag.
Norðlenskir hlauparar gerðu það gott í Laugavegshlaupinu sem haldið var síðastliðinn laugardag.

Norðlenskir hlauparar gerðu það gott í Laugavegshlaupinu sem haldið var síðastliðinn laugardag. Rannveig Oddsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti brautarmet íslenskra kvenna um fimm mínútur þegar hún hljóp kílómetrana 53 á 5:16:11 og Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark á 4:10:44 sem er hans þriðji besti tími í hlaupinu. Brautarmet karla og brautarmet íslenskra kvenna eru þar með bæði í höndum UFA Eyrarskokkara. Alls tók 21 hlaupari úr UFA Eyrarskokki þátt í hlaupinu. Þeir skiluðu sér allir í mark og voru margir meðal fremstu manna. Anna Berglind Pálmadóttir var önnur kvenna á 1:26:28 og þrjár konur til viðbótar, þær Sonja Sif Jóhannsdóttir, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Sigríður Einarsdóttir náðu á pall í sínum aldursflokki. Kvennasveitir UFA Eyrarskokkara náðu auk þess fyrsta og þriðja sæti í sveitakeppni kvennasveita og karlasveit frá UFA Eyrarskokki náði öðru sæti í liðakeppni karlasveita.


Athugasemdir

Nýjast