Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót barna- og unglinga í júdó í Reykjavík. KA sendi til leiks fríðan flokk karla og er óhætt að segja að árangurinn hafi verið glæsilegur þar sem hvorki fleiri né færri en 19 verðlaun unnust. Nánar er sagt frá mótinu í Vikudegi á fimmtudag.
Daginn eftir mótið fóru svo nokkrir krakkar til landsliðsæfinga og stóðu sig vel, myndin sem fylgir fréttinni er af hópnum sem var á landsliðsæfingunni.