Fundur milli L-listans, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta á Akureyri hófst skömmu fyrir hádegi í dag. Allir þrír flokkarnir fengu tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Sameinaður flokkur L-listans og Bæjarlistans tapaði fimm bæjarfulltrúum frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en Samfylkingin og Framsókn bættu hins vegar við sig manni.
Oddvitar flokkana eru bjartsýnir á að fundur þessara þriggja framboða í dag skili árangri. Það eru góðar líkur á að flötur finnist, sagði Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna og er stærsti flokkurinn á Akureyri. Gunnar Gíslason, oddviti flokksins, segir vonbrigði að fá ekki tækifæri til viðræðna um myndun nýs meirihluta.