Góðar horfur með heyskap

Bændur í Eyjafirði hafa hafið slátt, og eru með þeim fyrstu á landinu sem það gera eins og árvisst er. Ólafur Vagnsson ráðunautur segir reyndar að heyskapurinn hafi verið að færast framar undanfarin ár enda slái menn orðið öll tún tvívegis og sum þrisvar sinnum. Ólafur segir heyskaparhorfur nú mjög góðar. Hann segist ekki hafa heyrt um skemmd tún og tún séu að koma mjög vel undan vetri. ,,Það eina sem menn gætu haft áhyggjur af er að það hefur ekki verið mikil væta en það er nú oft þannig í júnímánuði" sagði Ólafur.

Nýjast