Í gær voru um 5.000 gestir í Hlíðarfjalli, sem er aðsóknarmet og þar af notuðu um 3.400 gestir skíðalyfturnar. Fjöldi fólks var á gönguskíðum og var þar líka hópur fólks að sýna sig og sjá aðra. Í gær var fólk ferjað upp í Hlíðarfjall á rútum, þar sem ekki eru næg bílastæði í fjallinu. Í morgun var þegar byrjað að flytja fólk á svæðið með rútum að sögn Guðmundar Karls, enda öll bílastæði að fyllast.