Góðar aðstæður í Hlíðarfjalli og frítt fyrir nemendur

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá klukk­an 10-19. Í tilkynningu segir að veður­skil­yrði séu góð, -4°, logn og fal­legt veður. Nú standa yfir skóla­frí hjá grunn- og fram­halds­skól­um Ak­ur­eyr­ar og því verður nem­end­um boðið frítt í skíðalyft­urn­ar í dag og einnig í Sundlaug Akureyrar. Nóg verður um að vera í fjall­inu í all­an dag og frá klukk­an 17-18.30 verður boðið upp á nám­skeið fyr­ir full­orðna byrj­end­ur á skíði og bretti.

Nýjast