15. september, 2007 - 17:59
Fréttir
Um tvö hundruð og fimmtíu manns létu kuldalegt veður ekki á sig fá og tóku þátt í Akureyrarhlaupi KEA 2007 sem fram fór í morgun. Flestir voru þátttakendur í 10 km hlaupinu eða rúmlega hundrað, um 40 hlupu hálft maraþon og um 70 tóku þátt í 3 og 5 km skemmtiskokki. Auk þess tókuk 27 manns þátt í þríþraut. Hlaupið var frá Akureyrarvellinum, þar sem hlaupinu lauk einnig. Keppendur í þríþrautinni hófu hins vegar leik í Sundlaug Akureyrar, eftir góðan sundsprett settust þeir á reiðhjólin sín og enduðu svo á því að hlaupa.