03. mars, 2010 - 19:46
Fréttir
Stjórnsýslunefnd Akureyrarbæjar lýsir yfir ánægju sinni með góða reynslu af notendaráðum en nefndin fjallaði á fundi
sínum í morgun, um reynslu af notendaráðum sem stofnuð hafa verið við Amtsbókasafnið, Sundlaug Akureyrar og Tónlistarskólann á
Akureyri. Auk þess hafa verið stofnuð skólaráð við grunnskóla og foreldraráð við leikskóla sveitarfélagsins.
Stjórnsýslunefnd hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut og næst verði stofnuð notendaráð við
Plastiðjuna Bjarg/Iðjulund og Strætisvagna Akureyrar. Á fundi nefndarinnar voru jafnframt lögð fram til umræðu, drög að reglum um,
íbúakosningar um afmörkuð mál.