Slysahættur leynast víða meðfram Gleránni á Akureyri þar sem hún er ekki girt af. Margir vilja sjá eitthvað gert í málinu þar sem, nánast er hægt að hjóla beint út af í ána fyrir neðan gömlu brúna, eins og einn viðmælandi Vikudags sem var hjólandi með dóttur sinni meðfram Gleránni nýverið orðaði það. Á mörgum stöðum má lítið út af bregða svo hjólandi einstaklingar steypist ofan í ána, en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.