Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga.
Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík var sagt upp störfum um nýliðin mánaðmót vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Fyrr í sumar var 80 manns sagt upp störfum. Staðan er sú núna að 18 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.
Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, var meðal framsögumanna á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík í gær. Þar fjallaði hún um þau gríðarlegu áhrif sem uppbygging gagnavers atNorth á Akureyri og fjárfestingar þess hafa haft í för með sér fyrir samfélagið.
Útifundir verða á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00. Á Akureyri verður safnast saman á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza. Samtökin sem kalla sig Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.
Í yfirlysingu frá samtökunum segir.
,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.
Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.
Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.
Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur á morgun sunnudag