Hið árlega Króksmót fór fram á Sauðárkróki um helgina 8.- 10. ágúst og að venju er það Ungmennafélag Tindastóls sem stendur að mótinu sem er fyrir 5., 6., og 7. flokk drengja og stúlkna.
Knattspyrnudeildir KA og Þórs sendu vaskar sveitir á mótið og stóðu krakkarnir sig geysilega vel. Þór vann alls til sex gullverðlauna á mótinu og KA hlaut fern gullverðlaun, en auk þess unnu bæði félög til fjölda brons- og silfurverðlauna.