11. ágúst, 2008 - 13:49
Fréttir
Vikuna 12. - 20. júlí fóru níu íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt
í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup hestamannamóti. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12
aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera
valin til fararinnar.
Stefanía Árdís Árnadóttir, frá hestafélaginu Léttir, var valinn í hópinn og stóð
hún sig frábærlega á mótinu og var frábær fulltrúi fyrir Létti. Stefanía lenti í A-
úrslitum í tölt T7 og í B- úrslitum í V4 fjórgangi í forkeppni og endaði í 5. sæti í tölt T7 og í 9.
sæti í V4 fjórgangi.