Ný og glæsileg sundlaug við Hrafnagilsskóla var formlega tekin í notkun sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Við sama tækifæri var viðbygging við leikskólann Krummakot eining tekin formlega í notkun.
Aðalfundur Kaldbaks ehf. fór fram fimmtudaginn 21. ágúst. Þar var ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 samþykktur. Í tölunum má sjá að rekstur félagsins gekk vel á árinu og afkomu- sem og eignaþróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Kaldbaks. Hagnaður samstæðu Kaldbaks nam rúmum 2,3 milljörðum króna og eigið fé stóð í 36 milljörðum við árslok. Árið áður nam hagnaður samstæðunnar um 9,5 milljarði en á því ári innleysti félagið um 7 milljarða söluhagnað af eignum sínum.
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.
Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.
Eyrarfest er ný hverfishátíð á Oddeyrinni, en hún verður haldin hátíðleg á laugardaginn kemur, 30. ágúst. Dagurinn byrjar með fróðlegri gönguferð um Eyrina með Arnóri Blika Hallmundssyni, en mæting er kl. 11.00 á Eiðisvöll.
Haldin verður hátíðleg minningarathöfn í tilefni 150 ára afmælis íslenskra landflutninga til Kanada á Minjasafninu á Akureyri á laugardag, 30. ágúst frá kl. 13:00 til 14:30.