Ný og glæsileg sundlaug við Hrafnagilsskóla var formlega tekin í notkun sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Við sama tækifæri var viðbygging við leikskólann Krummakot eining tekin formlega í notkun.
Listin að rýna til gagns
Listin að rýna til gagns, eða gagnrýna með uppbyggilegum hætti er eitthvað sem við ættum að temja okkur og ekki forðast. Það má vissulega oft finna leiðir til að gera misgóða hluti enn betri, benda á það sem betur mætti fara. Koma með lausnir og hugmyndir um betri leiðir, það flokkast undir að vera lausnamiðaður og framsýnn.
Það er eitt og annað rætt í nefndum bæjarins. Í einni þeirra kviknaði til dæmis sú hugmynd hvort ekki væri rétt að banna nagladekk á göngugötunni. Ég man ekki hver lagði þetta til enda ríkir trúnaður um það sem fram fer á nefndarfundum. Svo ekki spyrja mig.
Viðburður til heiðurs Hjalta Snæ Árnasyni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöldið 9. maí og hefst hann kl. 20. Hjalti Snær hefði orðið 23 ára í dag. Hann fór í sína daglegu morgungöngu frá Laugarási í Reykjavík fyrir 7 vikum síðan, gekk þar í sjóinn og hefur enn ekki fundist.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.
„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.
Starfsmannavelta er lítil hjá Norðurorku og starfsreynsla mikil og góð. Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir mannauðsstjóri kallaði upp á svið á aðalfundi Norðurorku á dögunum, það starfsfólk sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu fyrir aldurs sakir og þakkaði fyrir gifturík störf í þágu þess.