Glæfraakstur á gangstígum

Lögreglan á Akureyri hefur fengið töluvert af kvörtunum frá bæjarbúum vegna glæfraaksturs vélsleðamanna innanbæjar. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn segir þetta árvisst vandamál en heldur meira sé kvartað í vetur miðað við undanfarin ár. „Þetta kemur yfirleitt í bylgjum en núna hefur verið langvarandi snjór og því hefur þetta verið lengra tímabil en oft áður. Þeir keyra t.d. vélsleðana á göngustígum og skapa þar af leiðandi stórhættu fyrir gangandi fólk. Það er alveg klárt mál. En þetta er mjög erfitt við að eiga því við náum sjaldnast í skottið á þeim sem eru að verki,“ segir Daníel og bætir við: „Við hvetjum vélsleðamenn til að láta af þessari hegðun og taka tillit til annarra, auk þess sem þetta er lögbrot.“

throstur@vikudagur.is 

 

Nýjast